Jói Fel gjaldþrota

Jóhannes Felixsson er betur þekktur sem Jói Fel.
Jóhannes Felixsson er betur þekktur sem Jói Fel. mbl.is/Golli

Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í gær gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verslunarmanna gagnvart rekstri Jóhannesar Felixssonar, sem hefur rekið Jóa Fel bakarí og kaffihús. Stundin greindi fyrst frá gjaldþrotinu, en mbl.is hefur fengið þetta staðfest.  

Eins og greint hefur verið frá er ástæðan fyrir kröfunni stór skuld fyrirtækisins við sjóðinn vegna ógreiddra iðgjalda af launum starfsfólks.

Fram hefur komið að Morgunblaðið hafi farið yfir gögn sem sýni að engin iðgjöld eða mótframlag atvinnurekanda hafi verið greidd af launum tiltekinna starfsmanna fyrirtækisins frá því í apríl í fyrra. Önnur gögn staðfesta að þótt ekkert hafi skilað sér til lífeyrissjóðsins hefur fyrirtækið innheimt iðgjöldin af starfsfólki og haldið þeim eftir.

Grímur Sigurðsson lögmaður staðfestir í samtali við mbl.is að hann hafi verið skipaður skiptastjóri yfir þrotabúið. Hann kvaðst að öðru leyti ekki geta tjáð sig nánar um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK