Réttarstaða skoðuð vegna hlutafjárútboðs

Michelle Edwards.
Michelle Edwards. mbl.is/Kristinn Magnússon

Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Roosevelt Edwards sem skráði sig fyrir sjö milljarða króna hlut í hlutafjárútboði Icelandair í síðustu viku, segist hljóta skoða réttastöðu hennar.

„Það er ekki einu sinni hægt að segja að tilboði hennar hafi verið hafnað. Því var einfaldlega ekki svarað,“ segir Páll Ágúst í samtali við Fréttablaðið.

Hann segir að um gróflega mismunun sé að ræða sem sé litin alvarlegum augum. Fullyrðir hann að aðrir sjö þúsund þátttakendurnir í útboðinu hafi ekki verið krafðir um samskonar sönnun fyrir fjármögnun og hún.

Efast hann um að afstaða Icelandair til tilboðs Edwards hafi byggst á fjárhagslegum forsendum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK