Símanum gert að greiða TSC 30 milljónir

Síminn kom fyrir í tveimur dómum sem féllu við Landsrétt …
Síminn kom fyrir í tveimur dómum sem féllu við Landsrétt í dag. mbl.is/Hari

Landsréttur lækkaði í dag þær bætur sem Héraðdómur Reykjavíkur hafði gert Símanum hf að greiða TSC ehf. Upphafleg stefnufjárhæð nam 108 milljónum króna en Landsréttur lækkaði svo dóm Héraðsdóm upp á 50 milljónir niður í 30 milljónir.

Málið sneri að samruna þess sem þá hét Landssími Íslands hf og Íslenska sjónvarpsfélaginu og tilkynningu samrunans til þess sem þá hét Samkeppnisstofnun. Landssími Íslands hf, sem í dag heitir Síminn, keypti þannig rekstraraðila sjónvarpsstöðvarinnar Skjás Eins. Samruninn átti sér stað árið 2005.

Var það mat Héraðsdóms að Landssíminn hafi bakað Íslenska sjónvarpsfélaginu tjón, sem nú heitir TSC ehf, með því að innheimta ekki sérstakt gjald fyrir aðgang að Skjá Einum, sem þá var í opinni dagskrá. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms, en lækkaði bótaskyldu Símans í 30 milljónir eins og fyrr segir.

Ákvörðun Samkeppniseftirlits og Póst- og fjarskiptastofnunar lögmæt

Þá féll annar dómur í Landsrétti í dag þar sem Síminn kemur við sögu. Í því máli staðfesti Landsréttur þann dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að hafna skildi þeirri beiðni Símans um að tiltekin ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar yrði dregin til baka.

Sú ákvörðun fólst í því að Nova og Vodafone var heimilað af Póst- og fjarskiptastofnun að samnýta tíðniheimildir sínar. Segir í tilkynningu Símans til fjölmiðla að félagið hafi ekki túlkað það betur en svo að verið væri að heimila Nova og Sýn að framselja hvoru öðru tíðniheimildir, slíkt er þó ólöglegt. Hins vegar mat Landsréttur það svo að ekki væri um sölu tíniheimilda að ræða og féllst því ekki á kröfu Símans um að heimildin yrði ógilduð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK