Fjarlægja vörur með vernduðum heitum

Fetaostur Mjólkursamsölunnar er á meðal þeirra vara sem MAST hefur …
Fetaostur Mjólkursamsölunnar er á meðal þeirra vara sem MAST hefur gert athugasemdir við. Ljósmynd/Mjólkursamsalan

Matvælastofnun hefur beint tilmælum til nokkurra matvælafyrirtækja að stöðva notkun verndaðra afurðaheita á merkingum, meðal annars merkingarnar „Feta-ostur“ og „Bayonne-skinka“.

Vöruheitin njóta alþjóðlegrar verndar, samkvæmt samningi Íslands og Evrópusambandsins sem nefnist „Samningur um vernd landfræðilegra landbúnaðarafurða og matvæla“, sem tók gildi 1. maí árið 2016. 

Fyrirtækin sem Matvælastofnun beindi tilmælum að hafa brugðist við og lagt niður umræddar merkingar. Ættu þær því að hverfa úr verslunum von bráðar og snúa aftur í búðahillurnar með íslensk nöfn, að því er segir á vef MAST. 

Tekur MAST sérstaklega fram í frétt þar sem þetta er tilkynnt, að afurðarheitin íslenskt lambakjöt (e. Icelandic Lamb) og íslensk lopapeysa (e. Icelandic lopapeysa) hafi verið skráð sem vernduð afurðarheiti á Íslandi. Sé notast við þessi heiti verði framleiðslan að uppfylla skráða afurðarlýsingu en það feli m.a. í sér að lopapeysan verði að vera prjónuð hér á landi og lambakjötið sé af íslensku sauðfé.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK