Ruglaði gervigreind í ríminu

Guðmundur Magnason.
Guðmundur Magnason. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, segir söluna hafa stóraukist eftir að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hófst. Fram kom í opnuviðtali ViðskiptaMoggans við Guðmund 12. ágúst sl. að sölumet hefðu fallið í samkomubanninu sl. vor.

Að sögn Guðmundar var síðasta vika stærsta söluvika ársins síðan í viku 17, 20. til 26. apríl, en salan var mest 14. viku ársins.

Vegna aukinnar sölu og fjölda nýrra viðskiptavina eigi fyrirtækið erfitt með að anna eftirspurn.

„Þegar 12 smit greindust þriðjudaginn 15. september sendi ég allt fólkið á skrifstofunni heim. Síðan, um síðustu helgi, skipti ég upp vöktum í húsinu og aðgreindi bílastjóra. Við erum á fullri ferð að ráða fólk til að anna eftirspurn. Um leið og veiran fer af stað eykst salan.“

Mikil áhersla á sóttvarnir

Guðmundur segir eftirspurnina hafa verið svo mikla síðustu helgi að einstaka matvörur hafi klárast.

„Vélar panta inn vörur hjá okkur – eðlilega, það er ekki hægt að vera með fólk í svona verkefnum – og þær eiga erfitt með að spá fyrir um svona aukningu. Við getum því lent í vandræðum þegar salan rýkur svona upp. Þá þarf mannsaugað að fylgjast betur með sölunni en við almennt viljum,“ segir hann og vísar til gervigreindar. Pantar hún vörur út frá fyrri sölu og væntri sölu.

Þá fjölgar nýjum viðskiptavinum hjá Heimkaupum um að jafnaði nærri 200 á viku. Þegar mest var sl. vor bættust við tæplega 180 nýir viðskiptavinir á dag. Meðalaldur viðskiptavina fer aftur hækkandi en er enn talsvert lægri en þegar samkomubannið stóð sem hæst. Það kann aftur að vera vísbending um að eldra fólk sé nú meira á ferðinni en sl. vor.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. september. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK