PAR fer úr 10% niður í 1,91% í Icelandair

PAR capital átti mest 13,7% í Icelandair, en hluturinn fer …
PAR capital átti mest 13,7% í Icelandair, en hluturinn fer niður í 1,91% eftir útboðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

PAR investment partners, sjóður í eigu PAR capital, sem var stærsti einkafjárfestir í Icelandair fyrir hlutafjárútboðið, mun eftir það eiga 1,91% hlut í flugfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem félagið fór undir bæði 10% og 5% mörk í félaginu.

PAR kom inn í hluthafahóp Icelandair á vormánuðum í fyrra og fór hlutur félagsins hæst upp í 13,7% í flugfélaginu. Þegar seig á ógæfuhliðina vegna Covid-19 fór sjóðurinn að selja hluti og var kominn niður í 10% við hlutafjárútboðið.

Félagið tók ekki þátt í útboði Icelandair og þynnist sem fyrr segir hlutur þess niður í 1,91%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK