Guðmundur játaði skilasvik og peningaþvætti

Plaza byggingin í New York er við Central Park almenningsgarðinn …
Plaza byggingin í New York er við Central Park almenningsgarðinn og stutt frá Trump Tower. Í byggingunni eru meðal annars tvær íbúðir sem Guðmundur reyndi að leyna skiptastjóra við gjaldþrot sitt. Skjáskot/Google

Guðmundur A. Birgisson, bóndi og fjárfestir sem jafnan er kenndur við bæinn Núpa í Ölfusi, játaði skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot sitt árið 2014 upp á samtals 300 milljónir. Líkt og mbl.is hafði fyrst greint frá var Guðmundur meðal annars ákærður fyrir að halda frá skiptastjóra fasteignum á Spáni, Flórída og í New York, listaverki og eign í bandarískum fjárfestingasjóði.

Þingfesting málsins fór fram í lok ágúst og fékk Guðmundur þá frest til að taka afstöðu til ákærunnar. Í framhaldinu fór þinghald fram í síðustu viku þar sem Guðmundur játaði brot sín að fullu. Var málið því flutt sem játningarmál þar sem málsflutningur fjallaði um þyngd refsingar í málinu. Þetta staðfestir Finnur Vilhjálmsson, saksóknari í málinu, í samtali við mbl.is, en Rúv greindi fyrst frá játningunni.

Finnur vildi ekki gefa upp hver krafa ákæruvaldsins um refsingu væri, en sagði að tekið væri mið af játningu hans við refsikröfuna.

Miðað við frest dómara til að kveða upp dóm má gera ráð fyrir að dómur falli í málinu á næstu þremur vikum.

Komust yfir eignirnar erlendis eftir viðurkenningu í Bandaríkjunum

Guðmund­ur var úr­sk­urðaður gjaldþrota í lok árs 2013. Hafði hann þar áður verið mjög um­svifa­mik­ill í ís­lensku at­vinnu­lífi og var hann meðal ann­ars hlut­hafi í Slát­ur­fé­lagi Suður­lands, HB Granda, Hót­el Borg og fleiri fé­lög­um. Þá var hann einn af for­ystu­mönn­um fé­lags­ins Lífs­vals, sem keypti jarðir um allt land á ár­un­um fyr­ir hrun. Fé­lagið komst seinna í eigu Hamla, dótt­urfé­lags Lands­bank­ans.

Þrota­bú Guðmundar fékk viður­kenn­ingu gjaldþrota­skipt­anna í Banda­ríkj­un­um í júlí árið 2015 og komst þannig yfir eign­ir Guðmund­ar er­lend­is. Við sölu þeirra feng­ust 293,9 millj­ón­ir, auk þess sem hann hafði fengið arð upp á 70.647 Banda­ríkja­dali vegna fjár­fest­inga í Bandaríkj­un­um á ár­un­um 2014 og 2015.

Fasteignir á Flórída, New York og Alicante

Sem fyrr segir voru eignir Guðmundar ýmiskonar sem hann hafði ekki gefið upp við gjaldþrotaskiptin. Þannig var hann beinn eig­andi fast­eign­ar í Alican­te á Spáni, en fé­lag í hans eigu var eig­andi fast­eign­ar­inn­ar í Nap­les í Flórída í Banda­ríkj­un­um. Hafði Guðmund­ur áður verið eig­andi henn­ar, en af­salað sér eign­inni til fé­lags­ins Palm Tree Associa­tes LLC (sem áður hét Gummi Associa­tes LLC) og var í eigu Guðmund­ar. Þá átti Palm Tree, í gegn­um fé­lagið Gummi Bear Associa­tes Realty Comp­any LLC, allt að 75%, en minnst helm­ings­hlut, í tveim­ur íbúðum í svo­nefndri Plaza-bygg­ingu á Man­hatt­an í New York í Banda­ríkj­un­um. Stend­ur bygg­ing­in við Central Park, í næsta ná­grenni við the Ritz Carlt­on Central Park-hót­elið og Trump Tower.

Fram kom í ákær­u málsins að Guðmund­ur hefði ekki upp­lýst um eign­ar­hald sitt á fyrr­greind­um eign­um í skýrslu­töku hjá skipta­stjóra í byrj­un árs 2014 og þá hefði hann veitt rang­ar eða vill­andi upp­lýs­ing­ar um þær í tölvu­pósti til skipta­stjóra árið 2015, en spurt var sér­stak­lega um „íbúð í Nap­les Flórída“, „íbúðir í Plaza hót­el New York“ og „hús á Spáni“.

Ráðstafaði eignum eftir gjaldþrotið

Jafnframt var Guðmundur sagður í ákærunni hafa ráðstafað eign­un­um eft­ir gjaldþrotið í því augnamiði að koma þeim und­an. Af­salaði hann meðal ann­ars eign­inni í Flórída til fé­lags­ins Pain­ted Pelican LLC sem var stofnað árið 2014 og Guðmund­ur var einnig raun­veru­leg­ur eig­andi að. Þá gerði hann einnig til­raun til nafna­breyt­ing­ar og breyt­ing­ar á gild­andi fé­lags­samþykkt­um Gummi Bear Associa­tes Realty Comp­any árið 2015. Seg­ir í ákær­unni að þær breyt­ing­ar hafi efn­is­lega falið í sér að rýra eða girða fyr­ir mögu­leika og úrræði þrota­bús­ins, í gegn­um yf­ir­vof­andi yf­ir­töku þess á Palm Tree Associa­tes, til að hafa áhrif á eða ráðstafa eign­un­um.

Til viðbótar seldi Guðmundur listaverk eft­ir hol­lenska list­mál­ar­ann Corneille í gegnum uppboðshúsið Christie‘s í Amster­dam fyrir 22 þúsund evr­ur og gaf ekki upp eign Palm Tree Associa­tes í banda­rísk­um fjár­fest­inga­sjóði. Var eign­in, miðað við upp­haf­legt eig­in­fjár­fram­lag árið 2006, að fjár­hæð 200 þúsund Banda­ríkja­dal­ir. Var hann áður skráður fyr­ir eign­inni í eig­in nafni en flutti hana yfir á Gummi Associa­tes árið 2009. Af þess­ari verðbréfa­eign var reglu­lega greidd­ur út arður með ávís­un­um til Gummi Associa­tes á ár­un­um 2014 og 2015, sam­tals 88.500 dal­ir. Taldi Guðmund­ur þess­ar upp­hæðir fram sem arðgreiðslur fé­lags­ins á banda­rísk­um skatta­skýrsl­um. Inn­leysti Guðmund­ur sam­tals 70.647 dali af banka­reikn­ingi fé­lags­ins eft­ir að hann var úr­sk­urðaður gjaldþrota og þar til þrota­búið komst yfir eign­irn­ar.

Guðmund­ur var ann­ar um­sjón­ar­manna minn­ing­ar­sjóðs auðkon­unn­ar Sonju Zorrilla, en hún lést árið 2002 og er talið að eign­ir henn­ar hafi numið um tíu millj­örðum króna. Efnaðist hún vel á fjár­fest­ing­um á Wall Street, en sjóður­inn átti að styrkja lang­veik börn á Íslandi og í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK