Halli á vöruskiptum í ágúst 11,2 milljarðar

Fluttar voru út vörur fyrir 44,1 milljarð króna í ágúst 2020 og inn fyrir 55,3 milljarða króna fob (59,2 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í ágúst, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 11,2 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 12,2 milljarða króna í ágúst 2019 á gengi hvors árs fyrir sig. 

Vöruviðskiptajöfnuðurinn í ágúst 2020 var því tæpum milljarði króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti með skip og flugvélar höfðu óveruleg áhrif á vöruviðskiptajöfnuðinn þennan mánuð.

Verðmæti útflutnings dregst saman um 44 milljarða

Verðmæti vöruútflutnings var 44,0 milljarði króna lægra á fyrstu átta mánuðum ársins 2020 en á sama tímabili fyrir ári síðan eða 10,2% á gengi hvors árs fyrir sig. Munar þar mestu um viðskipti með skip og flugvélar í janúar 2019. Iðnaðarvörur voru 49,4% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 7,9% lægra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 43,0% alls vöruútflutnings en verðmæti þeirra var 1,3% lægra en á sama tíma í fyrra.

Verðmæti vöruinnflutnings 69,4 milljörðum lægra

Verðmæti vöruinnflutnings var 69,4 milljörðum króna lægra á fyrstu átta mánuðum ársins 2020 en á sama tímabili fyrir ári eða 13,6% á gengi hvors árs fyrir sig. Samdráttur í innflutningi er nánast í öllum flokkum en þó eykst verðmæti innflutnings á fólksbílum á milli ára á gengi hvors árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK