Hlutur Birtu úr 7,07% niður í 1,35%

Þotur Icelandair.
Þotur Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Hlutur Birtu lífeyrissjóðs í Icelandair fór úr 7,07% niður í 1,35% eftir hlutafjárútboðið um daginn, en Birta var einn þeirra lífeyrissjóða sem ákváðu að taka ekki þátt í útboðinu.

Á Birta 383,5 milljón hluti í Icelandair, en þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem Birta fór undir 5% flöggunarmörk í félaginu.

Fyrr hefur verið greint frá því að PAR capital hafi farið úr 10% niður í 1,9% eignarhlut í Icelandair eftir hlutafjárútboðið og LIVE lífeyrissjóður úr 11,81% niður í 2,26%. Var LIVE fyrir útboðið stærsti hluthafi flugfélagsins og PAR næststærsti hluthafinn.

Þá kom í gær fram að Íslandsbanki héldi nú á 6,35% hlutabréfa Icelandair, en þar undir getur verið eignarhluti bankans, veltubók og eignarhlutur vegna framvirkra samninga við viðskiptavini bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK