Icelandair birtir lista hluthafa

Töluverð umframeftirspurn varð eftir hlutum í Icelandair Group í hlutafjárútboði …
Töluverð umframeftirspurn varð eftir hlutum í Icelandair Group í hlutafjárútboði félagsins. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair birti rétt í þessu lista yfir 20 stærstu hluthafa í félaginu eftir hlutafjárútboð á 23.000 milljónum hluta, sem hver samsvarar einni íslenskri krónu og einu atkvæði á hluthafafundi, í félaginu sem fram fór í september. Alls eru hlutir í félaginu 28.437.660.653. Hluthafarnir 20 eiga ríflega helming í félaginu eða 55,37%.

Listinn hefur verið uppfærður eftir viðskipti dagsins:

Landsbankinn trónir á toppi listans og á 7,48% hlut í félaginu. Bankinn á þannig 2.126.302.916 hluti í Icelandair. Lífeyrissjóðurinn Gildi á næstflesta hluti eða 1.878.761.301 stykki, það eru 6,61% í Icelandair. Íslandsbanki á litlu minna en Gildi í félaginu eða 6,54%. Fjórði stærsti hluthafinn er A-deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en hún á 6,24% í félaginu. Þá á Brú, lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, 4,77% í félaginu.

Eignarhlutir bankanna skiptast í eignarhluti viðkomandi banka, veltubók og eignarhluti vegna framvirkra samninga við viðskiptavini bankans. Þar geta því verið hlutir sem viðskiptavinir eiga, m.a. í gegnum einkabankaþjónustu, ofl.

Þá er listinn einnig birtur með fyrirvara um ófrágengin viðskipti sem gætu breytt eignarhlutföllum á listanum.

Hér fer listinn yfir tuttugu stærstu hluthafana í félaginu, ásamt fjölda hluta í þeirra eigu og eignarhlutfalli:

 • Landsbankinn hf. - 2.126.302.916 - 7,48%
 • Gildi - lífeyrissjóður - 1.878.761.301 - 6,61%
 • Íslandsbanki hf. - 1.860.289.959 - 6,54%
 • Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild - 1.773.730.661 - 6,24%
 • Brú Lífeyrissjóður - 1.356.204.675 - 4,77%
 • Lífeyrissjóður verslunarmanna - 642.361.239 - 2,26%
 • Stefnir - ÍS 15 - 568.483.644 - 2,00%
 • Sólvöllur ehf. - 554.704.375 - 1,95%
 • Kvika banki hf. - 553.130.709 - 1,95%
 • Par Investment Partners L.P. - 543.881.750 - 1,91%
 • Landsbréf - Úrvalsbréf - 536.232.220 - 1,89%
 • Arion banki hf. - 517.852.380 - 1,82%
 • Stefnir - ÍS 5 - 505.853.032 - 1,78%
 • Stefnir - Samval - 452.000.000 - 1,59%
 • Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda - 397.177.554 - 1,40%
 • Birta lífeyrissjóður - 383.553.804 - 1,35%
 • Stapi lífeyrissjóður - 295.507.966 - 1,04%
 • Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna - 293.861.670 - 1,03%
 • Lífsverk lífeyrissjóður - 255.050.573 - 0,90%
 • Bóksal ehf. - 252.013.653 - 0,89%
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK