Fast verð á þremur stöðvum til viðbótar

Hér má sjá nýja og endurbætta eldsneytisstöð N1 við Norðurhellu.
Hér má sjá nýja og endurbætta eldsneytisstöð N1 við Norðurhellu. Ljósmynd/N1

N1 hefur nú hafið sölu á eldsneyti á föstu verði á alls fjórum stöðvum sínum. Síðan í desember á síðasta ári hefur verið hægt að kaupa eldsneyti á föstu verði á N1-stöð við Lindir í Kópavogi. Nú bætast hins vegar við þrjár stöðvar; á stöðvum N1 á Norðurhellu, Reykjavíkurvegi og Tryggvabraut á Akureyri.

„Þetta fyrirkomulag hefur mælst afar vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar og raunar farið fram úr björtustu vonum okkar. Fasta lága verðið flýgur hátt og því viljum við koma enn frekar til móts við viðskiptavini okkar með því að bæta þremur N1 stöðvum við frá og með deginum í dag,“ er haft eftir Hinriki Erni Bjarnasyni, framkvæmdastjóra N1 í fréttatilkynningu.

Þá segir einnig í tilkynningunni að enn verði hægt að nota N1 kort og N1 lykla á þessum stöðvum, þrátt fyrir breytingarnar.

„Við leitum ætíð allra leiða til að hlusta á viðskiptavini okkar og fast lágt verð er augljóslega eitthvað sem fellur bifreiðaeigendum vel í geð,“ segir Hinrik.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK