Í hópi fremstu seðlabankastjóra

Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er í hópi 20 fremstu seðlabankastjóra heims að mati tímaritsins Global Finance. Það gefur árlega út lista þar sem lagt er mat á árangur flestra seðlabankastjóra heimsins. Er þar meðal annars horft til þess hvernig tekist hefur að halda aftur af of mikilli verðbólgu, hvernig vaxtastefna viðkomandi banka hefur skilað sér og einnig stefnu þeirra í gjaldeyrisvaraforðamálum.

Tímaritið raðar að þessu sinni 94 seðlabankastjórum á lista og gefur þeim einkunnina á skalanum A til F. Er Ásgeir í hópi þeirra bankastjóra sem fá einkunnina A- en þann flokk fylla ásamt honum níu bankastjórar, m.a. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, og Elvira Nabiullina, seðlabankastjóri Rússlands. Aðeins 10 bankastjórar ná einkunninni A.

Í umsögn Global Finance segir að Ásgeir hafi tekið við góðu búi. Þá er bent á að Ásgeir hafi með fulltingi peningastefnunefndar lækkað vexti um 175 punkta og að hann hafi ekki útilokað frekari lækkun, sé hún nauðsynleg.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK