Framkvæmdastjóri BA lætur af störfum

Alex Cruz er hættur sem forstjóri British Airways.
Alex Cruz er hættur sem forstjóri British Airways. AFP

Stjórn IAG, móðurfélags British Airways, greindi frá því í morgun að framkvæmdastjóri flugfélagsins, Alex Cruz, láti af störfum í dag. Engin skýring er gefin á skyndilegu brotthvarfi hans úr starfi en BA er líkt og önnur flugfélög í miklum erfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins. 

Cruz hefur verið framkvæmdastjóri BA í fjögur og hálft ár. Við starfinu tekur framkvæmdastjóri Aer Lingus, Sean Doyle. 

Forstjóri IAG, Luis Gallego, sem tók við starfinu af Willie Walsh í síðasta mánuði, segir að staðan í flugiðnaðinum hafi aldrei áður verið jafn slæm en hann sé sannfærður um að þessar breytingar muni hafi góð áhrif á rekstur félagsins.  Hann þakkar Cruz fyrir óeigingjarnt starf undanfarin ár. 

Þota British Airways Boeing 747 sést hér fljúga yfir Heathrow …
Þota British Airways Boeing 747 sést hér fljúga yfir Heathrow flugvöll í síðustu viku. AFP
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK