Minni hagnaður Dress Up Games

Inga María Guðmundsdóttir er stofnandi og eigandi Dress up games.
Inga María Guðmundsdóttir er stofnandi og eigandi Dress up games. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Vefsíðufyrirtækið Dress Up Games á Ísafirði, sem er alfarið í eigu Ingu Maríu Guðmundsdóttur, hagnaðist um 6,3 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn minnkar um tæp níu prósent á milli ára, en hann var 6,9 milljónir króna árið 2018.

Eignir félagsins námu 108 milljónum króna í lok síðasta árs og drógust saman milli ára, en þær voru 126 milljónir í lok árs 2018. Eigið fé félagsins er 101 milljón, en var 118 milljónir króna árið 2018.

Eiginfjárhlutfall Dress Up Games er 93%.

Tekjur fyrirtækisins námu tæpum 16 milljónum króna á síðasta ári og drógust saman um 25% milli ára, en þær voru tæplega 21 milljón króna árið 2018. Tekjurnar hafa farið minnkandi síðustu ár, en árið 2016 voru þær 38 milljónir króna.

Samsafn dúkkulísuleikja

Dress Up Games var stofnað árið 1998 og hefur frá upphafi boðið upp á samsafn af dúkkulísuleikjum sem hægt er spila ókeypis á vefnum, eins og áður hefur verið fjallað um í Morgunblaðinu. Tekjur vefjarins koma af auglýsingum, en aðsókn hefur frá upphafi verið mjög góð, þó hún hafi tekið að dala á síðustu árum, eins og fram kom í samtali Morgunblaðsins við Ingu í byrjun árs 2018. Ástæðan er að hennar sögn að mestu sú að yngri krakkar eru mikið til farnir að nota spjaldtölvur og síma. Þau tæki spili ekki flash-leiki, en það leikjaformat hefur verið algengast meðal vefleikja sem eru spilaðir í netvöfrum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK