Þóra og Cole til liðs við Good Good

Þóra Björg Stefánsdóttir, nýr aðfangastjóri Good Good og Morgen Cole, …
Þóra Björg Stefánsdóttir, nýr aðfangastjóri Good Good og Morgen Cole, nýr sölustjóri fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Aðsend

Þóra Björg Stefánsdóttir og Morgen Cole hafa gengið til liðs við íslenska matvælafyrirtækið Good Good, en Þóra kemur inn sem aðfangastjóri og Cole sem sölustjóri í Bandaríkjunum.

Þóra Björg er með mastersgráðu frá Háskólanum í Álaborg í Operations and Management Engineering og BS-gráðu frá Háskólanum í Árósum í Global Management and Manufacturing Engineering. Hún starfaði áður sem innkaupa- og framleiðslustjóri hjá Arctic Shopping ehf.

Morgen Cole hefur verið ráðin á skrifstofuna í Bandaríkjunum en hún er með yfir 12 ára reynslu úr neytendamatvöruiðnaðinum þar í landi (e. Consumer Packaged Goods). Hún starfaði áður fyrir Trü Frü, Healthy Times og Madécasse Chocolate & Vanilla. Hún er menntaður viðskiptafræðingur frá Ohio State háskólanum í Bandaríkjunum.

Í tilkynningu frá Good Good kemur fram að ráðning Þóru sé liður í frekari uppbyggingu félagsins á heimsvísu og að Cole muni nýtast vel við áframhaldandi sókn inn á bandarískan markað.

Good Good þróar og framleiðir matvöru án sykurs og gervi-sætuefna. Vörurnar eru þróaðar og framleiddar á Íslandi, í Hollandi, Belgíu og Austurríki. Vörur Good Good fást nú í 31 landi í um það bil 2.500 verslunum en vöxturinn hefur verið hraðastur í Bandaríkjunum, segir jafnframt í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK