Heineken sektað um 360 milljónir

Heineken-bjór fæst í ÁTVR og nýtur vinsælda
Heineken-bjór fæst í ÁTVR og nýtur vinsælda mbl.is/Valdís

Dótturfyrirtæki Heineken bjórframleiðandans sem sér um bar- og kráarrekstur, Stars Pubs and Bars, hefur verið sektað um tvær milljónir punda, sem samsvarar um 360 milljónum kr.,  vegna alvarlegra og síendurtekinna brota á reglum sem gilda um samkeppnisrekstur kráa í Englandi og Wales.

Þetta kemur fram á vef BBC.

Fjölmargar krár hafa beðist undan samningum við Stars Pubs and Bars. Brot fyrirtækisins snýr að því að hafa skilyrt leigjendur sína til að selja eingöngu bjórtegundir frá Heineken. 

Brugghús Heineken framleiðir einnig m.a. Amstel, Birra Moretti og Bulmers síder. Stars Pubs and Bars á yfir 2500 bari, þar af 1900 í Englandi og Wales. Barirnir í Englandi og Wales falla undir eftirlit Pubs Code Adjudicator.

Rekstur kráa og bara í Englandi og Wales lúta sérstökum reglum sem hafa verið í gildi frá árinu 2016. Þær ná yfir keðjur sem eiga fleiri en 500 bari og gerir ráð fyrir að rekstraraðilar sem skipta við stóra eigendur standi jafnfætis þeim sem ekki eru tengdir stórum aðilum á markaðinum.

Í skýrslu um brotin sem unnin var frá því í júlí 2016 til júlí 2019 er fyrirtækið sagt hafa brotið síendurtekið af sér. Rekstraraðilar kráa sem gerðu leigusamning við Stars Pubs and Bars voru gert að selja eingöngu Heineken framleiðslu á krana. Þá á dýrari samningur að hafa verið í boði fyrir þá sem vildu selja aðrar tegundir á krana en þá hafi einnig þurft að fylla kvóta af sölu frá leigusala. 

Fengu tækifæri til þess að bæta úr skák

Fulltrúar PCA segja Stars and Bars hafa fengið tækifæri til þess að leiðrétta það sem sett hafði verið út á í leigufyrirkomulagi sínu en hafa vanrækt það, hvort sem var vísvitandi eða ekki.

Lawson Mountsevens, framkvæmdastjóri Stars Pubs and Bars segist setja út á mörg atriði skýrslunnar og íhugar áfrýjun sektarinnar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK