Seldi þakíbúðina með tapi

AFP

Breski auðmaðurinn og hugvitsmaðurinn James Dyson hefur selt þakíbúð sína í Singapúr. Íbúðina keypti hann fyrir ári á 54 milljónir bandaríkjadala, sem svarar til 7,5 milljarða. Íbúðin er í hæsta húsi borgarinnar og fylgja henni þaksvalir, einkasundlaug og heitur pottur.

Dyson keypti íbúðina á svipuðum tíma og tilkynnt var að höfuðstöðvar rafmagnsvörufyrirtækis hans yrðu fluttar til Singapúr frá Englandi. Að sögn talsmanns Dysons hefur tilboði í íbúðina verið tekið en hann vildi ekki gefa upp hvað fékkst fyrir hana. Dyson greiddi hæsta verð sem fengist hefur fyrir íbúð í Singapúr þegar hann keypti hana fyrir ári. 

Íbúðin, sem er á þremur hæðum, er meðal annars með víngeymslu fyrir 600 flöskur. 

Samkvæmt Business Times í Singapúr virðist sem Dyson hafi tapað verulega á sölunni. Bandarískur kaupsýslumaður hafi keypt íbúðina á 45 milljónir bandaríkjadala, 6,3 milljarða króna.

James Dyson, breskur uppfinningamaður.
James Dyson, breskur uppfinningamaður. AFP

Þrátt fyrir að hafa selt íbúðina er Dyson ákveðinn í að halda áfram að byggja upp fyrirtæki sitt í Singapúr en hann er helst þekktur fyrir hönn­un sína á poka­laus­um ryk­sug­um. Þegar hann flutti höfuðstöðvar fyrirtækisins til Singapúr vakti það mikla reiði í heimalandinu enda var Dyson ákafur stuðningsmaður Brexit. 

Íbúðin er í Guoco-turninum sem er í viðskiptahverfi borgarinnar. Turninn er 64 hæðir og útsýnið stórkostlegt yfir borgina. Dyson er ekki húsnæðislaus eftir söluna því hann keypti nýverið hús í borginni á 33 milljónir bandaríkjadala, 4,6 milljarða króna, en það er beint á móti grasagarði borgarinnar sem er á heimsminjaskrá UNESCO.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK