Um 5% hagvöxtur í Kína

Heimur Kínverja er að færast í fyrra horf eftir faraldurinn.
Heimur Kínverja er að færast í fyrra horf eftir faraldurinn. AFP

4,9% hagvöxtur var í Kína á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt opinberum gögnum, og er efnahagur Kína þar með fyrsti stóri efnahagurinn sem er byrjaður í sínu bataferli síðan heimsfaraldur Covid-19 skall á. 

Hagvöxturinn er aðeins undir væntingum en þó er um að ræða gífurlega breytingu frá fyrsta ársfjórðungi þegar samdráttur mældist 6,8%. Það var fyrsti samdráttur í sögu efnahags Kína frá árinu 1992 þegar mælingar hófust. 

Yi Gang, seðlabankastjóri Kína, sagði á sunnudag að væntingar hefðu staðið til þess að 2% hagvöxtur yrði í ár. 

„Kínverska hagkerfið er fljótt að ná sér og á enn mikla möguleika. Við gerum ráð fyrir áframhaldandi bata sem mun hjálpa til við alþjóðlegan bata,“ sagði hann. 

Mesta niðursveifla frá kreppunni miklu

Gert er ráð fyrir því að Kína verði eina hagkerfi G20-ríkjanna sem finni fyrir hagvexti á þessu ári. Spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera ráð fyrir því að samdráttur í alþjóðlega hagkerfinu verði 4,4%. Ef það gengur eftir er um að ræða mestu niðursveiflu frá kreppunni miklu. 

Covid-19 kom fyrst fram í Wuhan í Kína í desember. Í byrjun apríl var hörðum takmörkunum sem komið var á þar í landi lyft smám saman. Kínverska þingið setti á þeim tíma af stað markvissar örvunaraðgerðir fyrir efnahaginn, allt frá skattalækkunum og lána til sveitarfélaga til hagstæðari lánveitinga til fyrirtækja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK