Stefnir í betri afkomu Eimskips en í fyrra

Það stefnir í að afkoma þriðja ársfjórðungs í ár verði …
Það stefnir í að afkoma þriðja ársfjórðungs í ár verði betri en sama ársfjórðungs í fyrra. Ljósmynd/Eimskip

Samkvæmt stjórnendauppgjöri Eimskipafélagsins fyrir þriðja ársfjórðung er útlit fyrir betri afkomu á ársfjórðungnum en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar.

Þar segir að útlit sé fyrir að rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) verði á bilinu 21,5 til 22 milljónir evra, en í fyrra var sá rekstrarhagnaður 20,3 milljónir á sama ársfjórðungi.

Þá gerir félagið ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir skatta (EBIT) verði 10,1 til 10,6 milljónir evra, en var á þriðja ársfjórðungi í fyrra 9,2 milljónir evra.

Flutningsmagn í áætlunarsiglingum jókst lítillega samanborið við sama ársfjórðung síðasta árs eftir samdrátt á fyrstu tveimur fjórðungum þessa árs. Þá var magn í frystiflutningsmiðlun á pari við sama fjórðung síðasta árs.

Félagið tekur fram að áhrif Covid-19 faraldursins á alþjóðahagkerfið séu áfram óljós fyrir komandi mánuði. Félagið hefur enn ekki endurvakið afkomuspá sína vegna þeirrar miklu óvissu sem er á mörkuðum, en uppgjör ársfjórðungsins verður birt eftir lokun markaða 19. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK