Samherji fer yfir 30% og mun gera yfirtökutilboð

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Samherji Holding hefur bætt við sig hlutum í Eimskipafélagi Íslands og er nú komið yfir 30% mörk. Mun félagið í kjölfarið gera yfirtökutilboð til allra hluthafa félagsins líkt og kveðið er á um í lögum um verðbréfaviðskipti.

Þetta er í annað skiptið á árinu sem Samherji fer yfir 30% mörk í félaginu, en 10. mars jók félagið hlut sinn upp í 30,11%. Stuttu síðar höfðu aðstæður á markaði breyst mikið vegna Covid-19 faraldursins og óskaði Samherji eftir því við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að fá undanþágu frá tilboðsskyldu. Seldi félagið sig jafnframt undir 30% mörkin þann 23. mars.

Hlutur Samherja í Eimskipafélaginu er kominn yfir 30% og mun …
Hlutur Samherja í Eimskipafélaginu er kominn yfir 30% og mun Samherji gera hluthöfum þess yfirtökutilboð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármálaeftirlitið veitti félaginu undanþágu frá yfirtökuskyldunni 31. mars.

Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar í dag verður eignarhlutur Samherja 30,28% ef talinn er með 2,93% hlutur í gegnum framvirka samninga. Segir svo að félagið muni gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Eimskipafélagsins, en tekið er fram að Samherji stefni ekki á afskráningu félagsins úr Kauphöllinni. Er tilkynningin undirrituð af Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra félagsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK