Samherji fer yfir 30% og mun gera yfirtökutilboð

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Samherji Holding hefur bætt við sig hlutum í Eimskipafélagi Íslands og er nú komið yfir 30% mörk. Mun félagið í kjölfarið gera yfirtökutilboð til allra hluthafa félagsins líkt og kveðið er á um í lögum um verðbréfaviðskipti.

Þetta er í annað skiptið á árinu sem Samherji fer yfir 30% mörk í félaginu, en 10. mars jók félagið hlut sinn upp í 30,11%. Stuttu síðar höfðu aðstæður á markaði breyst mikið vegna Covid-19 faraldursins og óskaði Samherji eftir því við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að fá undanþágu frá tilboðsskyldu. Seldi félagið sig jafnframt undir 30% mörkin þann 23. mars.

Hlutur Samherja í Eimskipafélaginu er kominn yfir 30% og mun …
Hlutur Samherja í Eimskipafélaginu er kominn yfir 30% og mun Samherji gera hluthöfum þess yfirtökutilboð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármálaeftirlitið veitti félaginu undanþágu frá yfirtökuskyldunni 31. mars.

Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar í dag verður eignarhlutur Samherja 30,28% ef talinn er með 2,93% hlutur í gegnum framvirka samninga. Segir svo að félagið muni gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Eimskipafélagsins, en tekið er fram að Samherji stefni ekki á afskráningu félagsins úr Kauphöllinni. Er tilkynningin undirrituð af Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK