Stefnt að opnun Reykjavík Edition á vordögum

Framkvæmdir standa enn yfir við hina gríðarstóru hótelbyggingu.
Framkvæmdir standa enn yfir við hina gríðarstóru hótelbyggingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikið annríki hefur verið á Austurbakkanum síðustu misseri þar sem Reykjavík Edition-hótelið rís og er óðum að taka á sig mynd. Stefnt er að opnun hótelsins næsta vor.

„Þetta lítur ágætlega út og við höldum okkar striki við að klára hótelið,“ segir Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Íslenska fasteignafélagsins og annast byggingu hótelsins. Verkið er þegar á eftir áætlun og segir Sveinn að faraldurinn hafi sett strik sitt í reikninginn, m.a. hafi framleiðsla innréttinga tafist í Evrópu, en nú horfi öðruvísi við og hótelið verði innréttað á næstu mánuðum.

Sveinn segir markmiðið að ljúka framkvæmdum á vordögum og stefnt sé á opnun hótelsins á svipuðum tíma. Um óvissu næsta sumars og hvort opnun verði frestað ef ekki sér til sólar í komu ferðamanna, segir Sveinn að „staðan verði tekin eins og hún þróast“. 

Eigendur rekstrarfélagsins hafa gert 50 ára samning við Marriott International um rekstur Reykjavík Edition, en Marrtiott sem slíkt er ekki meðeigandi hótelsins. 

Spurður um tilvonandi hótelrekstur segir Sveinn að Reykjavík Edition verði í algerum sérflokki hvað varðar innviði og þjónusut og í raun "ekkert sem komi nálægt þessu hér á landi". Starfsemin verði ekki eingöngu fyrir hótelgesti, heldur einnig gesti og gangandi vem vilji koma og njóta. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK