Unnu eftirsótt verðlaun fyrir herferð

Haukur Jarl Kristjánsson.
Haukur Jarl Kristjánsson. Ljósmynd/Aðsend

Auglýsingastofurnar Pipar\TBWA og The Engine unnu til hinna eftirsóttu Global Marketing-verðlauna í flokknum besta PPC-herferð heims fyrir auglýsingaherferð sem unnin var fyrir rútufyrirtækið Gray Line Iceland.

„Við erum afar stolt og ánægð að vinna til þessara eftirsóttu verðlauna. Þetta er að sjálfsögðu mikill heiður enda hörð barátta á milli fjölda fyrirtækja um allan heim en í ár stóð valið á milli Gray Line Iceland og Hilton Hotels í Bretlandi í þessum flokki sem eitt og sér er ákveðinn gæðastimpill,“ segir Haukur Jarl Kristjánsson í tilkynningu.

Hann hafði yfirumsjón með framkvæmd herferðarinnar hjá The Engine og Pipar\TBWA.  

„Þessi sigur okkar á Global Marketing Awards er til marks um að sú aðferðarfræði sem við höfum verið að þróa áfram og innleiða fyrir okkar viðskiptavini sé á heimsmælikvarða. Að eiga bestu PPC-herferð heims á tímum sem þessum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki er óneitanlega svolítið skrítin tilfinning en fyllir okkur líka bjartsýni,“ segir Haukur Jarl.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK