1,4 milljarða viðsnúningur hjá VÍS

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS.
Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS.

VÍS hagnaðist um rúmlega 1 milljarð á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 394 milljón króna tap á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir hagnaðinn núna er uppsafnað tap á árinu upp á 15 milljónir. Iðgjöld félagsins voru 5,7 milljarðar á þriðja ársfjórðungi og lækka um rúmlega 260 milljónir frá sama tíma í fyrra. Fjárfestingatekjur voru hins vegar jákvæðar um 1,1 milljarð, en á sama tíma í fyrra voru þær neikvæðar um 237 milljónir.

Á sama tíma lækkuðu tjón tímabilsins milli ára og voru 4,2 milljarðar, samanborið við 4,8 milljarða á þriðja ársfjórðungi í fyrra.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar er haft eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að árangur í fjarfestingum hafi verið góður á ársfjórðungnum hafi verið góður þrátt fyrir áskoranir á eignamörkuðum vegna faraldursins. Segir hann afkomu af vátryggingarekstri hafa verið jákvæða um 358 milljónir, samanborið við 158 milljóna króna tap á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Segir hann helstu ástæður fyrir lækkun iðgjalda milli ára vera samdrátt í ferðaþjónustu og  minni umsvif í erlendri endurtryggingastarfsemi.

Samkvæmt uppfærðri afkomuspá er gert ráð fyrir því að samsett hlutfall fyrir árið 2020 verði 105,5%, ávöxtun fjáreigna verði 8,2% og hagnaður fyrir skatta 390 milljónir. Afkomuspá til næstu 12 mánaða gerir ráð fyrir 96,8% samsettu hlutfalli, 5,6% ávöxtun fjáreigna og hagnaði fyrir skatta upp á rúmlega 2,3 milljarða.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK