Töpuðu 214 milljörðum króna á 3 mánuðum

AFP

IAG, móðurfélag British Airways og spænska flugfélagsins Iberia, tapaði 1,3 milljörðum evra, sem svarar til 214 milljörðum króna, á þriðja ársfjórðungi. Um tap af rekstri er að ræða en á sama tímabili í fyrra nam rekstrarhagnaðurinn 1,4 milljörðum evra.

Félagið mun í næstu viku birta afkomuna í heild á ársfjórðungnum en tekjusamdrátturinn er 83% á milli ára og námu tekjurnar nú 1,2 milljörðum evra. 

Í tilkynningu IAG kemur fram að ekki sé útlit fyrir að starfsemin á yfirstandandi ársfjórðungi verði nema 30% af því sem hún var á sama tímabili í fyrra. 

Bókanir hafi ekki náð sér á strik hjá flugfélögum og það megi rekja til aðgerða sem stjórnvöld margra ríkja Evrópu hafa gripið til vegna annarrar bylgju kórónuveirunnar. Þar er nefndar sóttvarnaaðgerðir eins og að fólk sé beðið um að halda sig heima, auknar kröfur um sóttkví ferðamanna og eins skorti á að skimanir séu gerðar fyrir brottför. 

Forstjóri British Airways, Sean Doyle, hvatti á mánudag bresku ríkisstjórnina til þess að binda endi á kröfu um að þeir farþegar sem koma erlendis frá þurfi að sæta sóttkví við komuna til Bretlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK