Verðlaun fyrir stöðugleika og ábyrgð

Brynja Baldursdóttir er framkvæmdastjóri Creditinfo.
Brynja Baldursdóttir er framkvæmdastjóri Creditinfo. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Með Morgunblaðinu í morgun fylgdi sérblað þar sem fjallað er um þau 842 fyrirtæki sem komast á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki 2020. Byggir samsetning listans á gagnreyndri aðferð á ýmsum þáttum í rekstri íslenskra fyrirtækja sem m.a. nær til arðsemi, eiginfjárhlutfalls, eignastöðu og skilvísi fyrirtækjanna.

Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir í viðtali í blaðinu að listinn sé mikilvægur, ekki síst vegna þess að þar er að finna jákvæðar fyrirmyndir fyrir íslenskt atvinnulíf.

„Það var al­geng­ur mis­skiln­ing­ur hér á árum áður að viður­kenn­ing­in sner­ist um að verðlauna fyr­ir­tæk­in sem græða mest en nú held ég að flest­ir séu meðvitaðir um að Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki eru fyr­ir­tæki sem hafa sýnt fram á stöðug­leika og ábyrgð í sín­um rekstri,“ segir Brynja.

Listinn gefur ákveðið heilbrigðisvottorð

Bendir hún á að listinn sé ákveðið heilbrigðisvottorð og að þau fyrirtæki sem komist á hann vilji almennt láta viðskiptavini sína, samstarfsaðila og samfélagið í heild vita að þau hafi staðist þær ströngu kröfur sem gerðar eru til þeirra sem listann fylla.

„Það skipt­ir máli fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf að sem flest fyr­ir­tæki stundi heil­brigðan og stöðugan rekst­ur. Okk­ar von er sú að með því að veita þessa viður­kenn­ingu náum við að draga fram já­kvæðar fyr­ir­mynd­ir fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf svo það nái áfram að blómstra. Á þess­um krefj­andi tím­um sem við stönd­um frammi fyr­ir núna er sér­stak­lega mik­il­vægt að hvetja ís­lenskt at­vinnu­líf til dáða og fagna framúrsk­ar­andi ár­angri í rekstri,“ segir Brynja.

Forsíða sérblaðsins yfir framúrskarandi fyrirtæki 2020.
Forsíða sérblaðsins yfir framúrskarandi fyrirtæki 2020.

 

Í fyrrnefndu sérblaði, sem er 96 síður að lengd, er að finna tölfræði varðandi fyrirtækjalistann og einnig hvernig hann hefur þróast þau 11 ár sem Creditinfo hefur unnið hann. Þar er einnig að finna viðtöl við fjölbreyttan hóp fyrirtækjastjórnenda sem hver og einn miðlar af reynslu sinni til lesenda. Viðtölin og listann er svo að finna á sérstöku vefsvæði hér á mbl.is sem er helgað umfjöllun um framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi.

Á síðustu árum hefur farið fram vegleg verðlaunahátíð í Hörpu þar sem fulltrúum fyrirtækjanna sem á listanum er boðið að taka þátt í dagskrá sem helguð er framúrskaranid fyrirtækjum á Íslandi. Vegna kórónuveirunnar var ekki mögulegt að halda slíkan viðburð að þessu sinni en þess í stað er upplýsingum um listann og fyrirtækin sem á honum eru, miðlað með afgerandi hætti. Mun þess sjá stað á mbl.is á komandi dögum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK