Hlutfall framúrskarandi fyrirtækja svipað

Innsendum ársreikningum fækkaði í ár. Samdráttur varð í ferðaþjónustunni í …
Innsendum ársreikningum fækkaði í ár. Samdráttur varð í ferðaþjónustunni í fyrra og kann það að skýra málið að einhverju leyti. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson

Á nýbirtum lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki 2020 eru 842 fyrirtæki. Fækkar þeim um 5% frá fyrra ári þegar þau voru 887 talsins.

https://www.mbl.is/vidskipti/ff2020/greinar/2020/10/22/urvalsdeildin_i_rekstri/

Í sérriti sem fylgdi Morgunblaðinu í gær var fjallað á myndrænan hátt um fjölda framúrskarandi fyrirtækja í hlutfalli við heildarfjölda ársreikninga á Íslandi. Ná tölurnar aftur til ársins 2009 en það ár birti Creditinfo í fyrsta sinn lista yfir þau fyrirtæki sem uppfylltu skilyrði um að teljast framúrskarandi.

Athygli vekur að þótt fyrirtækjunum fækki á listanum frá fyrra ári helst fyrrnefnt hlutfall hið sama og árið 2019 eða 2,5%. Hefur það hlutfall haldist óbreytt frá 2017. Aðeins einu sinni hefur það reynst hærra en það var árið 2016 og var þá 2,6%.

Aukning milli 2010 og 2014

Líkt og meðfylgjandi graf sýnir hækkaði hlutfall framúrskarandi fyrirtækja af heildarfjölda fyrirtækja í landinu stanslaust frá 2010 til ársins 2014. Stóð hlutfallið þá í 2,3% en lækkaði árið 2015 í 2,0%.

Á sömu mynd má sjá að frá árinu 2009 til ársins 2018 hefur heildarfjöldi ársreikninga aukist á hverju ári. Í fyrra var slegið met í þeim efnum þegar u.þ.b. 36.100 reikningum var skilað inn. Nú í ár (vegna rekstrarársins 2019) reyndust þeir hisn vegar u.þ.b. 33.800.

Heildarlistann yfir framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo 2020 má finna hér.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK