Svíar og Danir setja meira fé í SAS

Sænsk og dönsk stjórnvöld koma SAS til aðstoðar.
Sænsk og dönsk stjórnvöld koma SAS til aðstoðar. AFP

Stjórnvöld í Svíþjóð og Danmörku hafa samþykkt að veita meira fé til aðstoðar skandinavíska flugfélaginu SAS.

Þetta kemur fram í nýrri áætlun um endurfjármögnun flugfélagsins, að því er kemur fram í tilkynningu frá SAS.

Áhrifin af völdum kórónuveirunnar hafa komið illa við SAS, rétt eins og önnur flugfélög í heiminum. Að sögn SAS hafa Svíar og Danir ákveðið að auka hlutafé sitt í flugfélaginu í 21,8 prósent hvort land um sig. Er þetta liður í björgunaraðgerð sem fyrst var greint frá í ágúst.

Í pakkanum er m.a. nýtt fjármagn upp á um 1,16 milljarða evra, eða rúmlega 260 milljarða króna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK