Verðmæti inn- og útflutnings dregst saman

Verðmæti inn- og útflutnings er töluvert minna fyrstu sjö mánuði ársins en það var á sama tímabili í fyrra. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður er áætlaður jákvæður um 2,6 milljarða samanborið við 63,8 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir sama tímabil árið á undan.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta er áætlað 567,2 milljarðar króna á fyrstu sjö mánuðum ársins samanborið við 770,1 milljarð á fyrstu sjö mánuðum ársins 2019. Verðmæti innflutnings var áætlað 564,7 milljarðar borið saman við 706,3 milljarða fyrir sama tímabil 2019 að því er segir í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands.

Vöruútflutningur var áætlaður 47,1 milljarður króna í júlí 2020 en vöruinnflutningur 58,2 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 11 milljarða króna. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 14,7 milljarða króna, en útflutt þjónusta var áætluð 40,8 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 26,1 milljarður.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta í júlí 2020 var því áætlað 87,9 milljarðar króna en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 84,2 milljarðar. Vöru- og þjónustujöfnuður var fyrir vikið áætlaður jákvæður um 3,6 milljarða króna í júlí 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK