40% samdráttur hjá Múlakaffi

Múlakaffi hefur lengi verið eitt vinsælasta veitingahús landsins.
Múlakaffi hefur lengi verið eitt vinsælasta veitingahús landsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður Múlakaffis nam 341 milljón króna í fyrra og jókst verulega frá árinu 2018 þegar hagnaðurinn nam 75 milljónum. Umsvifin jukust að sama skapi verulega. Seldar vörur og þjónusta jókst um 17% og nam 1.853 milljónum króna. Eini hluthafi Múlakaffis er Jóhannes G. Stefánsson.

Í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi félagsins, sem undirritaður var 19. ágúst, segir að búist sé við því að afkoma félagsins á árinu 2019 verði áfram jákvæð en að afleiðingar kórónuveirunnar eigi þó enn eftir að koma fram.

Hins vegar fylgir ársreikningnum yfirlýsing þar sem virðist sem áhrifin séu komin fram. Þar segir að gera megi ráð fyrir verulegum áhrifum á rekstur félagsins. Í upphafi árs hafi verið búist við áframhaldandi vexti félagsins en að nú sé gert ráð fyrir samdrætti í veltu upp á 40%. Gangi það eftir mun heildarvelta félagsins nema um 1,1 milljarði króna.

Enn fremur er tekið fram að launahlutfall fyrirtækisins hafi hækkað verulega og stefni í 45% en hafi verið 38% árið 2019. Þá sé hráefnishlutfall að stefna í 45% en hafi verið um 36% á fyrra ári.

„Áhrifin eru því gríðarleg og mun félagið standa frammi fyrir tapi í lok árs,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Guðríði M. Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Í henni er enn fremur tekið fram að stór hluti tekna Múlakaffis komi frá veitingarekstri og mötuneytissölu og að hún hafi dregist saman „en mestur er tekjumissirinn vegna veisluþjónustu sem félagið hefur verið leiðandi í á markaði gegnum árin og er þá átt við stóra viðburði eins og árshátíðir stórra fyrirtækja sem öllu hefur verið frestað eða aflýst síðustu mánuði“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK