433 milljóna kröfur í þrotabú Tölvuteks

Aðeins fékkst 14% upp í lýstar kröfur í þrotabú Tölvuteks.
Aðeins fékkst 14% upp í lýstar kröfur í þrotabú Tölvuteks. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lýstar kröfur í þrotabú Tölvuteks námu rétt rúmlega 433 milljónum króna og fékkst tæplega 61 milljón upp í kröfurnar eða um 14%. Þar af fékkst 100% upp í 5,3 milljóna samþykktar búskröfur, en samþykktar veðkröfur voru 189 milljónir og fékkst aðeins 29,32% upp í þær, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu.

Eigendur Tölvuteks óskuðu eftir því 25. júní 2019 að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar þess að tókst að semja við viðskiptabanka um áframhaldandi lánsheimildir. Fyrirtækið  varð síðan dótturfélag Origo og hefur það hafið rekstur á ný.

Skiptum á búinu var lokið 20. október síðastliðinn og segir í Lögbirtingarblaðinu að lýstar kröfur hafi verið 433 milljónir, þar af tæplega 31 milljón sem sértökukröfur, 5,5 milljónir sem búskröfur, 190 milljónir sem veðkröfur, 107 milljónir sem forgangskröfur, 97 milljónir sem almennar kröfur og 2,9 milljónir sem eftirstæðar kröfur.

„Ekki kom til úthlutunar upp í forgangs-, almennar og eftirstæðar kröfur en samþykktar forgangskröfur námu kr. 75.807.278. Ekki var tekin afstaða til almennra og eftirstæðra krafna,“ segir í Lögbirtingablaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK