Hagnaðurinn 2 milljarðar króna

Ljósmynd/Aðsend

Hagnaður Össurar á þriðja ársfjórðungi nam 15 milljónum Bandaríkjadala (2 milljörðum íslenskra króna) og stendur því í stað miðað við sama tímabil og í fyrra.

Sala á þriðja ársfjórðungi nam 172 milljónum Bandaríkjadala (24 milljörðum íslenskra króna). Söluvöxtur í staðbundinni mynt nam 1% og innri vöxtur var neikvæður um 5%. Sala heldur áfram að batna milli mánaða en sala varð fyrir áhrifum í fjórðungnum vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu Covid-19 að því er segir í tilkynningu.

Innri vöxtur var neikvæður um 4% á stoðtækjum og 7% á spelkum og stuðningsvörum á þriðja ársfjórðungi 2020.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) nam 36 milljónum Bandaríkjadala (5 milljörðum íslenskra króna) eða 21% af sölu á þriðja ársfjórðungi 2020. Góð arðsemi á þriðja ársfjórðungi þrátt fyrir neikvæð áhrif á sölu vegna COVID-19.

Lausafjárstaða Össurar er sterk, en handbært fé auk ódreginna lánalína nam 313 milljónum Bandaríkjadala í lok júní (43 milljörðum íslenskra króna), samkvæmt tilkynningu.

Gengið var frá sölu á Gibaud í Frakklandi til Innothera þann 30. september. Sala Gibaud nam 51 milljónum Bandaríkjadala árið 2019 (7 milljörðum íslenskra króna).

Fjárhagsáætlun fyrir seinni helming ársins 2020 er óbreytt eða 0% til -8% neikvæður innri vöxtur. Miðað við núverandi stöðu, þá er niðurstaða í kringum miðpunkt bilsins líklegasta sviðsmyndin.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir í fréttatilkynningu: „Frá byrjun apríl 2020 hefur sala Össurar verið að aukast á öllum helstu viðskiptamörkuðum félagsins og var á bilinu 90-100% af sölu síðasta árs í þriðja ársfjórðungi. Á nokkrum mörkuðum í Asíu og Evrópu erum við einnig að sjá sölu vegna uppsafnaðrar eftirspurnar.

Þrátt fyrir að sölutölur sýni greinileg batamerki er enn óljóst hversu lengi áhrif COVID-19 muni vara á okkar helstu mörkuðum. Ég er sannfærður um að faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir vörum okkar og þjónustu til lengri tíma litið. Aðhald í breytilegum kostnaði skilaði sér í góðum rekstrarhagnaði þrátt fyrir neikvæð áhrif á sölu. Við erum einnig ánægð með hafa gengið frá sölunni á Gibaud í Frakklandi til Innothera í lok september.“

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK