Skortur á stafrænni hæfni í íslensku atvinnulífi

Fyrirtæki þurfa að aðlagast stafrænum breytingum hraðar en nokkru sinni …
Fyrirtæki þurfa að aðlagast stafrænum breytingum hraðar en nokkru sinni fyrr vegna faraldursins. AFP

Samtök verslunar og þjónustu og VR sendu í dag tillögur til stjórnvalda er varða stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum, þar sem heimsfaraldurinn hafi hraðað slíkri þróun gríðarlega. Ýmsar rannsóknir styðja að bil milli einstaklinga og fyrirtækja sem standa misvel að velli í stafrænum málum hafi aukist enn frekar með tilkomu faraldursins.

Hvetja samtökin því stjórnvöld meðal annars til að koma á samstarfsvettvangi stjórnvalda, sveitarfélaga, atvinnulífs, vinnumarkaðar og háskólasamfélags til að móta heildstæða stefnu í stafrænum málum. Lagt er einnig til að sett verði á fót stafrænt hæfnisetur og að skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna verði útvíkkaður, svo fyrirtæki nái betur utan um stafræn umbreytingaverkefni.

Að lokum er lagt til að áhersla verði lögð á það að efla stafræna hæfni á öllum skólastigum í menntastefnu.

Ísland í 21. sæti

Í greinargerð með tillögunum er vitnað í alþjóðlegar rannsóknir sem sýna að Ísland stendur mun aftar en hinar Norðurlandaþjóðirnar í stafrænum málum á sviði atvinnulífs en Norðurlandaþjóðirnar séu einmitt í fararbroddi hvað það varðar. Þá er einnig bent á tækifæri til norræns samstarfs á þessu sviði og hafa SVÞ og VR þegar komið á samstarfi við öfluga norræna aðila um samstarf um stafræn hæfnisetur.

Málinu til stuðnings er meðal annars vísað til niðurstaðna The Network Readiness Index, sem metur áhrif fjarskipta- og upplýsingatækni á samfélög og þróun ríkja en í október setti NRI Ísland í 21. sæti hvað varðar stafrænu málin, á meðan Svíþjóð hafnaði í fyrsta sæti, Danmörk í öðru, Finnland í sjötta og Noregur í því sjöunda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK