Hefja söluferlið á Domino's á Íslandi

Domino's á Íslandi er til sölu.
Domino's á Íslandi er til sölu. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Domino's Pizza Group hefur hafið formlegt söluferli á Domino's á Íslandi. Hefur breska fyrirtækið fengið Deloitte til liðs við sig til þess að annast verkið. Íslenska rekstrarfélagið er hins vegar ekki það eina sem Domino's Pizza Group hyggst selja því samhliða ferlinu hér heima leitar fyrirtækið nýrra eigenda að rekstrinum í Svíþjóð og Sviss. Samkvæmt upplýsingum sem ViðskiptaMogginn aflaði hjá Domino's Pizza Group er það markmið félagsins að starfsemi Domino's í þessum löndum haldist óröskuð þótt eignarhaldið breytist.

Umsjónarmaður söluferlisins fyrir hönd Deloitte er Runólfur Þór Sanders og segir hann aðspurður að í kaupum á fyrirtækjunum felist einstakt tækifæri til þess að kaupa heimildina til að notast við vörumerki stærsta pizzafyrirtækis í heimi. Domino's Pizza Group hefur um nokkurt skeið haft söluferli þetta á prjónunum. ViðskiptaMogginn greindi frá því í febrúar að Birgir Þór Bieltvedt fjárfestir skoðaði möguleikann á því að kaupa starfsemina hér á landi. Hann hafði þá þegar keypt samsvarandi fyrirtæki af Domino's Pizza Group í Noregi. Það var hins vegar Birgir sjálfur sem seldi núverandi eiganda starfsemina í tveimur hlutum á árunum 2016 og 2017.

Birgir Bieltvedt hefur tvívegis átt Domino's á Íslandi. Óljóst er …
Birgir Bieltvedt hefur tvívegis átt Domino's á Íslandi. Óljóst er hvort hann muni koma að fyrirtækinu að nýju. mbl.is/Árni Sæberg

Óljóst er á þessari stundu hvort eða hvernig aðkomu Birgis verður háttað að ferlinu nú. Hann hefur hins vegar tvívegis áður verið eigandi að starfseminni hér á landi. Hann kom að stofnun fyrirtækisins á sínum tíma en seldi það 2005 en kom aftur að því 2011 í kjölfar þess að bankinn tók starfsemina yfir af þáverandi eigendum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK