Nífaldað veltuna á þremur árum

Stefán Stefánsson keypti Hirzluna árið 2016 ásamt konu sinni og …
Stefán Stefánsson keypti Hirzluna árið 2016 ásamt konu sinni og Leifi Aðalsteinssyni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

„Hirzl­an er 28 ára gam­alt fyr­ir­tæki á næsta ári. Við fór­um hins veg­ar í mikl­ar breyt­ing­ar á því þegar við keypt­um það. Við flutt­um í 350 fer­metra sýn­ing­ar­rými í Síðumúla og höf­um síðan komið okk­ur upp 1.000 fer­metra vöru­húsi. Við erum núna að vinna inn­an ramma­samn­ings við Rík­is­kaup og höfum rétt tæp­lega ní­faldað velt­una frá því að við tók­um við fyr­ir­tæk­inu. Fyr­ir þetta erum við afar þakk­lát og ánægð.

Þannig lýsir Stefán Stefánsson umsvifum Hirzlunnar á síðustu árum en árið 2016 keypti hann ásamt konu sinni og Leifi Aðalsteinssyni fyrirtækið. Hirzlan er nú á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki 2020. Velta fyrirtækisins í fyrra nam u.þ.b. 340 milljónum króna.

Frá því að nýir eigendur komu að fyrirtækinu hefur það …
Frá því að nýir eigendur komu að fyrirtækinu hefur það opnað glæsilegt sýningarrými í Síðumúla. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Stefán segir enn tækifæri fyrir Hirzluna til að vaxa og að markið sé sett á 20% markaðshlutdeild. Nýir eigendur hafi séð tækifæri á markaðnum með skrifstofuhúsgögn og þess vegna slegið til. Fákeppni hafi verið á markaðnum og verð of hátt. Í dag er Hirzlan með rammasamning við Ríkiskaup sem Stefán segir mikilvægan fyrir fyrirtækið.

„Það skipt­ir miklu máli að benda á hvar hag­stæðasta verðið fæst. Ramma­samn­ing­ur­inn hef­ur reynst okk­ur mjög mik­il­væg­ur en hann er líka ákveðinn gæðastimp­ill. Það fær ekk­ert fyr­ir­tæki svona samn­ing nema það geti sýnt fram á ákveðna veltu, að all­ar vör­ur séu vottaðar og þjón­ust­an sé góð.“

Heildarlistann yfir fyrirtækin 842 sem teljast framúrskarandi að mati Creditinfo 2020 má finna hér.mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK