Bláa lónið segir upp 26 starfsmönnum

Bláa lónið hefur verið lokað frá 8. október.
Bláa lónið hefur verið lokað frá 8. október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bláa lónið hefur sagt upp 26 starfsmönnum til viðbótar við þá sem sagt hefur verið upp frá því kórónuveirufaraldurinn skall á. Lónið verður lokað í nóvember og aðeins opið um helgar í desember. Þetta staðfestir Grímur Sæmundsen, forstjóri fyrirtækisins og stærsti hluthafi, í samskiptum við mbl.is

„Í ljósi stöðunnar og vegna fyrirmæla stjórnvalda hefur verið ákveðið að halda Bláa lóninu áfram lokuðu í nóvember og á virkum dögum í desember. Þess ber að geta að Bláa lónið er búið að vera lokað frá því 8. október í þessari bylgju. Lokunin tekur til allrar starfsemi fyrirtækisins í Svartsengi. Þá hefur versluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar einnig verið lokað.  Verslun okkar að Laugavegi 15 verður þó áfram opin.“

Segir Grímur að reynt hafi verið að halda í ráðningarsamband við sem flesta starfsmenn eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst en nú þurfi að grípa til þessara aðgerða vegna samdráttarins.

Grímur Sæmundsen segir að fyrirtækið neyðist til þess að grípa …
Grímur Sæmundsen segir að fyrirtækið neyðist til þess að grípa til uppsagnanna vegna kórónuveirufaraldursins. mbl.is/Golli

Um 100 starfsmenn eftir hjá fyrirtækinu

„Við höfum reynt að halda í ráðningarsamband við okkar starfsmenn eins og frekast hefur verið kostur frá því Covid-faraldurinn hófst sl. vor. Við þurfum þó að segja 26 starfsmönnum upp störfum nú um þessi mánaðamót til viðbótar þeim sem þegar hafa fengið uppsögn frá því faraldurinn hófst. Það er einlæg von mín að við getum endurráðið þá áður en uppsagnarfrestur þeirra rennur út og helst fleiri þegar birta tekur á ný. Eftir þessar uppsagnir verða þó rúmlega 100 manns áfram að störfum hjá Bláa Lóninu hf. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK