„Eins og að fá Grammy-verðlaunin“

KSÍ leikur undir merkjum Puma næstu sex árin.
KSÍ leikur undir merkjum Puma næstu sex árin. Ljósmynd/KSÍ

„Þetta er dálítið eins og að fá Grammy-verðlaunin í faginu. Ferlið var langt og strangt og talsverð áskorun en á sama tíma mjög gefandi og lærdómsríkt.“ segir Dóri Andrésson, hönnunarstjóri Brandenburg. 

Vísar hann þar til Clio-verðlauna er auglýsingastofan Brandenburg hreppti á dögunum. Voru verðlaunin veitt fyrir nýja ásýnd íslensku landsliðanna í knattspyrnu, en stofan vann verkefnið fyrir Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ). Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. 

Gríðarlega virt verðlaun

Verkefni Brandenburgar fyrir KSÍ fékk verðlaun í stórum flokki íþróttatengdra verkefna  ásamt Nike, Budweiser, ESPN og Adidas. Þess má geta að ásýnd íslensku landsliðanna varð hlutskarpari en stórliðið Philadelphia 76ers í sínum flokki. 

Clio-verðlaunin sem stofnuð voru 1959 eru með þeim virtustu á alþjóðavísu og keppa þar stærstu auglýsingastofur hvaðanæva að fyrir heimsþekkt vörumerki. Clio-verðlaunin hljóta þau verk sem dómnefnd telur eftirtektarverð, faglega leyst og líkleg til að verða öðrum hvatning í faginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK