Hagnaður Landsbankans um 4 milljarðar

Landsbankinn skilar hagnaði.
Landsbankinn skilar hagnaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi þessa árs nam fjórum milljörðum króna eftir skatta. Þá var afkoma bankans jákvæð um 699 milljónir króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppgjöri bankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2020. 

Ljóst er að heimsfaraldur kórónuveiru hafði áhrif á rekstur bankans, en alls voru 13,6 milljarðar króna færðar í virðisrýrnunarsjóð á fyrstu níu mánuðum ársins. Má að mestu rekja það til áhrifa og útbreiðslu veirunnar hér á landi. Að sama skapi tókst bankanum að lækka rekstrarkostnað milli ára. 

Fjölmargir endurfjármagna

Á undanförnum mánuðum hafa vextir lækkað mjög og má bersýnilega sjá það í uppgjöri Landsbankans. Á fyrstu níu mánuðum ársins tóku um 7.700 einstaklingar og fjölskyldur íbúðalán eða endurfjármögnuðu eldri íbúðalán á betri kjörum. Þá voru um 800 að kaupa sínu fyrstu fasteign. 

„Gott uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung endurspeglar styrk á miklum óvissutímum og bankinn er sem fyrr í góðri stöðu til að styðja við bakið á viðskiptavinum. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í efnahagslífinu finnum við fyrir góðum meðbyr. Mikil eftirspurn er eftir íbúðalánum bankans, jafnt af hálfu þeirra sem eru að kaupa fasteign og þeirra sem eru að endurfjármagna á betri kjörum,“ var haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK