Löng bílaröð eftir nýjum iPhone-síma

Viðskiptavinir biðu í röð eftir því að fá símann afhentan.
Viðskiptavinir biðu í röð eftir því að fá símann afhentan. Ljósmynd/Aðsend

Löng biðröð var eftir því að fá í hendurnar nýjan iPhone-síma fyrir utan höfuðstöðvar Nova strax eftir miðnætti. 

Fram kemur í tilkynningu að metfjöldi skráninga vegna iPhone 12 hafi verið hjá Nova og að grímuklætt starfsfólk fyrirtækisins hafi ekki haft undan að hlaupa með símana í bíla viðskiptavina sem vildu verða fyrstir Íslendinga til að fá eintak í hendurnar.

Starfsmaður Nova afhendir viðskiptavini nýja símann.
Starfsmaður Nova afhendir viðskiptavini nýja símann. Ljósmynd/Aðsend

„Stemningin var rosalega góð hérna fyrir utan hjá okkur og greinilegt að viðskiptavinir kunnu vel að meta að hægt væri að nálgast símana strax eina mínútu eftir miðnætti. Bílaröðin með flautandi glöðum viðskiptavinum náði upp Suðurlandsbrautina,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, í tilkynningunni.

Bílaröðin var löng eins og sjá má.
Bílaröðin var löng eins og sjá má. Ljósmynd/Aðsend

„Við höfum sjaldan fundið fyrir eins mikilli spennu fyrir nýjum iPhone og núna, sem birtist okkur meðal annars í metfjölda forskráningar og svo seldist iPhone 12 Pro upp á innan við hálftíma.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK