Tæknirisar mala gull í faraldrinum

Tim Cook kynnir nýjustu afurð Apple. Hann stýrir því fyrirtæki …
Tim Cook kynnir nýjustu afurð Apple. Hann stýrir því fyrirtæki sem telst verðmætasta vörumerki í heimi. Ljósmynd/AFP

Bandarísku tæknirisarnir kynntu uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í gær en allir skiluðu þeir methagnaði. Risarnir sem um ræðir eru Apple, Amazon, Facebook og Google. Samtals skiluðu umrædd fyrirtæki 38 milljörðum dala í hagnað. Það er jafnframt umtalsvert meira en í öðrum ársfjórðungi þegar hagnaðurinn nam um 29 milljörðum dala. 

Vöxtur var í tekjum allra félaganna, að Apple undanskildu þar sem tekjur drógust saman um 7% sökum seinkunar á útgáfu nýs iPhones. Hins vegar var samanlögð frammistaða félaganna fjögurra umtalsvert betri nú en í ársfjórðungnum á undan. 

20% af verðmæti S&P500-vísitölunnar

Samtals námu tekjur tæknirisanna um 220 milljörðum dala, sem er um 20 milljarða dala aukning frá öðrum ársfjórðungi. Síðarnefndi fjórðungurinn var jafnframt fyrsta heila uppgjörstímabilið frá því að heimsfaraldur kórónuveiru náði fótfestu í Bandaríkjunum. 

Að því er fram kemur í umfjöllun Marketwatch um málið er samanlagt verðmæti félaganna nú um 5,3 billjónir dala. Það er jafnframt um fimmtungur af verðmæti S&P500-vísitölunnar. Gengi hlutabréfa í fyrirtækjunum hækkaði eftir lokun markaða í gær. Var hún á bilinu 1,5%-5%. 

Tæknirisarnir.
Tæknirisarnir. AFP
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK