Velta í smásölu eykst milli ára

Hamstrað í Bónus í Skeifunni.
Hamstrað í Bónus í Skeifunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Velta í smásölu jókst í júlí og ágúst árið 2020 frá sama tímabili í fyrra. Þannig jókst smásalan um 7% á tímabilinu, sem verður að teljast fremur óvenjulegt í ljósi ástandsins. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands. 

Minni velta var í flestum öðrum atvinnugreinum, að undanskilinni heildverslun án fisk- og olíusölu sem jókst um 4% milli ára. Mest var lækkun hjá ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum þar sem samdrátturinn var um 82%. 

Samdráttur hjá gististöðum

Í rekstri gististaða var samdrátturinn einnig mjög mikill eða rétt um 64%. Þá hægðist einnig verulega á flutningi og geymslu í mánuðunum tveimur. Þar nam lækkunin um 49%. 

Velta í sölu og viðhaldi á vélknúnum ökutækjum var 12% meiri á tímabilinu júlí-ágúst 2020 en á sama tímabili ári áður, en velta í viðgerðum og sölu varahluta minnkaði um 3% á meðan velta í sölu vélknúinna ökutækja jókst um 17%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK