Costco selur aðgang að einkaþotum

Costco í Garðabæ.
Costco í Garðabæ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ef fólk hefur áhyggjur af því að fara um borð í farþegaþotu á nýjan leik má segja að verslunarkeðjan Costco sé búin að leysa þann vanda. Eina sem þarf eru 17.500 dalir, eða rétt um 2,5 milljónir króna. 

Með umræddri fjárhæð býður Costco upp á aðgang að fyrirtækinu Wheels Up, sem leigir út einkaþotur. Með aðgangskorti frá Costco geta meðlimir nálgast flug með Wheels Up með litlum sem engum fyrirvara. 

Kort í Costco fylgir með

Með kaupum á aðgangi að Wheels Up fylgir sömuleiðis 3.500 dala gjafakort í Costco auk flugpunkta upp á 4.000 dali. Þá fylgir ýmislegt annað í kaupbæti, þar á meðal aðgangur að lúxuseignum víða um heim. 

Í flota Wheels Up eru um 300 einkaþotur, en þess utan er fyrirtækið í samstarfi við önnur fyrirtæki og getur þannig nálgast allt að 1.250 þotur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK