Árásin beindist að Arion banka

Höfuðstöðvar Arion banka.
Höfuðstöðvar Arion banka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dreifð álags­árás, sem gerð var á mánudag og hefur verið sögð stór á íslenskan mælikvarða, beindist að Arion banka.

Þetta staðfestir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans, í svari við skriflegri fyrirspurn mbl.is.

Árás­in hafði af­leiðing­ar víðar, svo sem hjá fjar­skipta­fé­lög­un­um, vegna bil­un­ar í er­lendri varn­arþjón­ustu sem alla jafna hefði dregið mjög úr stærð henn­ar.

Fyrst og fremst áhrif á netbankann

Haraldur bendir á að árásir á borð við þessa hafi fyrst og fremst það markmið að gera fyrirtækjum erfitt fyrir með að veita viðskiptavinum sínum þjónustu.

„Árásin hafði fyrst og fremst áhrif á netbankann okkar og appið í um klukkutíma,“ segir hann og bætir aðspurður við að varnir bankans hafi staðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK