Árásin beindist að Arion banka

Höfuðstöðvar Arion banka.
Höfuðstöðvar Arion banka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dreifð álags­árás, sem gerð var á mánudag og hefur verið sögð stór á íslenskan mælikvarða, beindist að Arion banka.

Þetta staðfestir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans, í svari við skriflegri fyrirspurn mbl.is.

Árás­in hafði af­leiðing­ar víðar, svo sem hjá fjar­skipta­fé­lög­un­um, vegna bil­un­ar í er­lendri varn­arþjón­ustu sem alla jafna hefði dregið mjög úr stærð henn­ar.

Fyrst og fremst áhrif á netbankann

Haraldur bendir á að árásir á borð við þessa hafi fyrst og fremst það markmið að gera fyrirtækjum erfitt fyrir með að veita viðskiptavinum sínum þjónustu.

„Árásin hafði fyrst og fremst áhrif á netbankann okkar og appið í um klukkutíma,“ segir hann og bætir aðspurður við að varnir bankans hafi staðist.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK