Sviptingar í söluferli Landvéla

Landvélar eiga m.a. Fálkann.
Landvélar eiga m.a. Fálkann. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Lykilstarfsmenn Landvéla munu á næstu dögum ganga frá kaupum á fyrirtækinu en það er í eigu Vélsmiðju Hjalta Einarssonar (VHE). Sala fyrirtækisins er hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu VHE sem hefur um langt skeið verið í greiðslustöðvunarferli. Langstærsti kröfuhafi VHE er Landsbankinn og hefur hann, samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans haft tögl og hagldir í ferlinu og þar á meðal söluferli Landvéla. Fyrirtækið hefur verið ein arðbærasta rekstrareiningin innan sístækkandi samsteypu VHE sem blásið hefur út á síðustu árum samhliða gríðarlegri skuldasöfnun. Þegar fyrirtækið leitaði nauðasamninga stóðu skuldir þess í 7,5 milljörðum króna og höfðu þó lækkað misserin á undan.

Eigið fé Landvéla var 392 milljónir við síðustu áramót, velta þess árið 2019 tæpir 1,3 milljarðar króna og hagnaður 7,8 milljónir króna. Dótturfélög Landvéla eru Fálkinn og Straumrás á Akureyri. Síðarnefnda félagið er bókfært á 112,9 milljónir í bókum Landvéla en Fálkinn á 358 milljónir króna.

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í morgun.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK