Aðalheiður Ósk ráðin úr hópi 100 umsækjenda

Aðalheiður Ósk segist hlakka til að flytja á Egilsstaði.
Aðalheiður Ósk segist hlakka til að flytja á Egilsstaði. Ljósmynd/Aðsend

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Vök Baths og mun hefja störf í ársbyrjun 2021, en alls sóttu 100 manns um starfið þegar það var auglýst í haust.

Björn Gíslason, stjórnarformaður Vök Baths, segir stjórn félagsins vera ánægða með ráðninguna því Aðalheiður búi yfir mikilli reynslu í rekstri, markaðsmálum og þjónustu við viðskiptavini, er segir í tilkynningu.

Aðalheiður er viðskiptafræðingur með M.Sc.-gráðu frá Háskóla Íslands í nýsköpun og viðskiptaþróun og B.Sc.-gráðu frá Háskólanum á Akureyri.

Margur Íslendingurinn lagði leið sína í Vök í sumar.
Margur Íslendingurinn lagði leið sína í Vök í sumar.

Áður starfaði Aðalheiður sem deildarstjóri ráðgjafar og þjónustu hjá Advania, vörustjóri á sölu- og markaðssviði hjá Reykjavík Excursions – Kynnisferðum og verkefnastjóri hjá Air Atlanta Icelandic. Þá hefur hún setið í stjórn Stjórnvísi frá 2017 og gegnt þar formennsku frá 2019.

„Ég hlakka til að flytja á Egilsstaði og taka virkan þátt í samfélaginu og auka verðmætasköpun á svæðinu,“ er haft eftir Aðalheiði í tilkynningunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK