Urgur í mörgum kröfuhöfum VHE

Unnar Steinn Hjaltason er stærsti eigandi Nesnúps og VHE.
Unnar Steinn Hjaltason er stærsti eigandi Nesnúps og VHE. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Talsverður kurr er í hópi kröfuhafa Vélsmiðju Hjalta Einarssonar (VHE) sem verið hefur í greiðslustöðvun frá því í apríl síðastliðnum.

Hefur nú frumvarp að nauðasamningi verið lagt fram og er gert ráð fyrir að boðað verði til fundar meðal kröfuhafa í janúar þar sem afstaða þeirra til samningsins verður könnuð, að því er fram kemur í  umfjölljn um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Heimildir blaðsins herma að frumvarpið feli í sér að almennir kröfuhafar þurfi að færa kröfur sínar á hendur VHE niður um 50%. Þá verði eftirstöðvarnar greiddar með þeim hætti að 10% af þeim verði gerð upp strax en 90% verði í formi skuldabréfs sem VHE gefi út. Það skuldabréf beri enga vexti en verði þó verðtryggt. Auk þess muni fyrsta greiðsla af skuldabréfinu ekki eiga sér stað fyrr en að þremur árum liðnum en bréfið verði að fullu gert upp innan fimm ára.

Viðmælendur í hópi kröfuhafa sem Morgunblaðið hefur rætt við undanfarna daga segja að það sé ekki niðurfelling krafnanna sem helst sitji í þeim heldur sú staðreynd að VHE sé í miklum samkeppnisrekstri víða, m.a. við fyrirtæki í hópi kröfuhafa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK