Nauðsynlegt að örva fasteignamarkaðinn

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Arnþór Birkisson

„Ég var orðinn hræddur um að byggingageirinn væri sömu leið og ferðaþjónstan,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísaði hann þar til hækkunar fasteignaverðs undanfarna mánuði í kjölfar vaxtalækkana Seðlabanka Íslands. 

Að sögn Ásgeirs þurfti húsnæðismarkaðurinn á örvun að halda í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. „Fasteignamarkaðurinn var í miklum slaka og byggingageirinn var að lenda í miklum vandræðum. Það var mikilvægt fyrir fjárhag heimilanna að fasteignaverð myndi ekki líka lækka.

Fylgjast þarf með þróuninni

Sagði Ásgeir að mikilvægt væri að fylgjast með þróun fasteignaverðs á komandi mánuðum. Fylgjast þurfi með hættunni á því að fasteignaverð kunni að taka á rás og þá þurfi Seðlabankinn að vera viðbúinn að grípa inn í. „Við gætum séð fasteignaverð taka á rás og þá þurfum við að nota tæki til að halda aftur af því,“ segir Ásgeir. 

Aðspurður sagði Ásgeir að verkefnið fram undan væri að koma fyrirtækjalánum af stað. Sagði hann Seðlabankann vilja sjá bankana lána til fyrirtækja. „Ég vil sjá fyrirtækjalánin fara af stað, þess vegna lækkum við vexti,“ sagði Ásgeir og tók fram að fyrirtækin væru á fljótandi vöxtum. Þá vonaðist hann til að sá markaðurinn færi af stað af meiri krafti fljótlega. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK