Einfaldar og eykur öryggi við lyfjakaup

Elmar Gunnarsson, eigandi og stofnandi Vettvangs.
Elmar Gunnarsson, eigandi og stofnandi Vettvangs. Ljósmynd/Aðsend

Hugbúnaðarfyrirtækin Vettvangur og Stokkur hafa í sameiningu þróað nýtt snjallforrit í samstarfi við Lyfju sem einfaldar og eykur öryggi við kaup á lyfjum. Snjallforritið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Markmið snjallforritsins er að auðvelda kaup á lyfjum á sem öruggastan máta.

„Með nýja appinu geta viðskiptavinir séð hvaða lyfseðla þeir eiga í gáttinni. Þeir geta pantað lyf og sótt pöntun í næsta apótek Lyfju í gegnum flýtiafgreiðslu sem tryggir hraðari afhendingu. Hægt er að fá lyfin send heim samdægurs í stærstu sveitarfélögum landsins. Viðskiptavinir geta séð verð á lyfjum og stöðuna í greiðsluþrepakerfi Sjúkratrygginga Íslands auk að fá ráðgjöf í netspjalli," segir Elmar Gunnarsson, einn eigenda og stofnandi Vettvangs, en fyrirtækið hefur sérhæft sig í þróun og rekstri á stafrænum lausnum. Stokkur starfar við hönnun og þróun á snjallforritum.

Snertir á öllum innviðum Lyfju 

„Það var áhugaverð áskorun að þróa þessa lausn, en hún snertir í raun á öllum innviðum Lyfju en fyrirtækið er í þessari stafrænu umbreytingaherferð eins og svo margir viðskiptavinir okkar. Það er mikil breyting að eiga sér stað í viðskiptum og þjónustu og stafrænar lausnir spila lykilhlutverk þar," segir Elmar.

Hann bætir við að Lyfja sjái sjálf um heimsendinguna og telur það bestu lausnina því þá hafi fyrirtækið sjálft stjórn á eigin þjónustuupplifun til viðskiptavina.


mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK