Lyfjafyrirtækið Alvotech hefur gert samning við kínverska lyfjafyrirtækið Yangtze River Pharmaceutical Group. Fyrirtækið er eitt stærsta lyfjafyrirtæki Kína. Um er að ræða samstarfssamning sem snýr að þróun, framleiðslu og markaðssetningu átta líftæknilyfja Alvotech í Kína.
Umrædd lyf eru í hópi stærstu líftæknilyfja á heimsvísu og eru notuð notuð til meðferðar á erfiðum sjúkdómum, eins og t.d. gigt, psoriasis og krabbameini. Lyfin verða framleidd í nýrri lyfjaverksmiðju sem nú er í byggingu í Changchun í Kína.votech í Kína.
Í tilkynningu Alvotech sem send var á kínverska fjölmiðla í morgun segir Róbert Wessman stofnandi og stjórnarformaður Alvotech að með samstarfinu fái Alvotech aðgang að stórum og mikilvægum lyfjamarkaði í Kína.
Þannig er stefnt að því að að auka aðgengi sjúklinga í Kína að hágæða líftæknilyfjum. Yangtze River Pharmaceutical Group er eitt af stærstu lyfjafyrirtækjum í Kína, með langa sögu og sterka stöðu á þessum næst stærsta lyfjamarkaði heims.