Yfir 400 þúsund í bónus við undirritun

Eitt af vöruhúsum Amazon í New York-borg.
Eitt af vöruhúsum Amazon í New York-borg. AFP

Netrisinn Amazon býður upp á allt að 408 þúsund króna undirritunarbónus á ákveðnum vinnustöðum sínum í Bandaríkjunum. Tilgangurinn er að fjölga starfsmönnum fyrir jólavertíðina.

Fyrirtækið, sem hefur grætt á tá og fingri síðan kórónuveirufaraldurinn hófst, vonast til að ráða um 100 þúsund starfsmenn tímabundið.

Amazon segir að samningurinn, sem einnig felur í sér tímalaun upp á um 2.000 til 3.500 krónur, sé „tækifæri til skamms tíma á völdum stöðum“.

Bónusarnir nema á bilinu 136 þúsund til 408 þúsund krónum fyrir störf í vöruhúsum fyrirtækisins í þó nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, allt frá Kaliforníu til Massachusetts.

Lögð verður áhersla á öryggi starfsmanna og heilbrigt starfsumhverfi í miðjum kórónuveirufaraldri.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK