Færri gjaldþot en aukin áhrif innan ferðaþjónustu

41 fyrirtæki, sem skráð var í fyrirtækjaskrá Skattsins, var tekið til gjaldþrotaskipta í október síðastliðnum. Fyrirtækin voru með 233 launþega að jafnaði árið 2019, þar af var um helmingur eða 116 launþegar í einkennandi greinum ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 

Um er að ræða ríflega þreföldun á fyrri meðalfjölda launþega fyrirtækja fyrir gjaldþrot í einkennandi greinum ferðaþjónustu frá október 2019, þegar þeir voru 38.

„Ef meðalfjöldi launþega á fyrra ári er tekinn saman fyrir fyrirtæki í öðrum greinum fækkaði starfsmönnum á fyrra ári fyrir gjaldþrot í október um 46% frá 2019. Rétt er að taka fram að fjöldi gjaldþrota sveiflast nokkuð milli mánaða og ef fjöldi gjaldþrota yfir síðustu þrjá mánuði er skoðaður (ágúst-október) sést að meðalfjöldi launþega á fyrra ári í fyrirtækjum sem tekin voru til gjaldþrotaskipta í einkennandi greinum ferðaþjónustu jókst um 20% og dróst saman um 34% fyrir aðrar greinar til samans. Svipuð mynd fæst ef tölurnar eru skoðaðar út frá veltu á fyrra ári.“

Af fyrirtækjunum var 31 með virkni árið 2019, það er annaðhvort með launþega samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, sem er 40% fækkun frá október 2019. Þar af voru 8 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, 3 í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum, 12 í einkennandi greinum ferðaþjónustu og 8 í öðrum atvinnugreinum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK